Undirbúningur að Vopnaskaki 2021 hafinn

Menningarmálanefnd Vopnafjarðar hefur hafið undirbúning að hinni árlegu bæjarhátið Vopnaskak í sumar. Áætluð tímasetning hátíðarinnar er í kringum helgina 3-4. júlí.


Fanney Björk Friðriksdóttir sem á sæti í nefndinni segir að þau voni að hægt verði að halda hátíðina í sumar en COVID ráði þar ferð eins og í svo mörgu öðru.

Á síðasta fundi nefndarinnar var Fanney falið að gera vinnuskjal fyrir nefndina um undirbúningsvinnuna.

"Vegna aðstæðna þótti nefndarfólki ekki tilefni til að ráða framkvæmdarstjóra að svo stöddu, en stefna að því að byrja undirbúningsvinnu tengda því sjálf. Farið var lauslega yfir viðburði seinasta árs, hvað vilji er fyrir að hafa áfram og hvað ekki," segir í bókun nefndarinnar um málið.

Aðspurð um hvað sé líklega á dagskránni ef af hátíðinni verði segir Fanney að gott væri ef furðufatahlaupið og sápurennubrautin væru til staðar fyrir börnin.

"Við höfum líka áhuga á að endurtaka leikinn milli manna úr meistaraflokki Einherja í fótbolta og eldri borgara í boochia," segir Fanney. "Þetta var bráðskemmtilegt í fyrra og mig minnir að eldri borgarar hafi rústað fótboltaköppunum."

Af öðrum atriðum sem vilji er fyrir að hafa áfram nefnir Fanney m.a. fjölskyldutónleikana og safnadaginn á Burstafelli á sunnudeginum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.