Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum á næsta ári

Laugardaginn 16. október var undirritaður samstarfssamningur milli Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, UÍA, um Unglingalandsmót UMFÍ 2011.

UÍA verður framkvæmdaaðili mótsins 2011 sem haldið verður um verslunarmannahelgina á næsta ári. Undirritun samningsins fór fram á sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var á Hótel Héraði helgina 16. og 17. október síðastliðinn.

Vilhjálmsvöllur á Egilsstöðum er fyrsta flokks leikvangur

Eftir sambandsráðsfundinn var farið með fulltrúa fundarins í kynnisferð um Egilsstaði og þeim sýnd sú aðstaða sem Egilsstaðir hefur yfir að bjóða. Fundarmönnum leist ákaflega vel á íþróttaaðstöðuna og eins og kemur fram á heimasíðu UMFÍ þá eru „aðstæður hinar glæsilegustu og ljóst að ekki mun væsa um keppendur og gesti á mótinu. Vilhjálmsvöllur á Egilsstöðum er fyrsta flokks leikvangur fyrir keppni í frjálsum íþróttum en á honum fór keppni fram á Landsmóti UMFÍ 2001. Fullkomið íþróttahús er á Egilsstöðum sem og aðstaða til knattspyrnukeppni og sunds. Golfvöllurinn er mjög góður og leit vel út þó komið væri fram í miðjan október."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar