Úrskurðir hafa ekki áhrif á laxeldi eystra

Nýir úrskurðir um starfsleyfi fiskeldis á Austfjörðum hafa ekki áhrif á rekstur laxeldir á Austfjörðum. Þeir kunna hins vegar að hafa áhrif á starfsleyfi sem sótt hefur verið um.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir helgi úr gildi ákvarðanir Umhverfisstonunar um útgáfu starfsleyfa fyrir tvo rekstraraðila eldis á Vestfjörðum. Áður höfðu rekstrarleyfi Matvælastofnunar verið felld úr gildi.

Mefndin telur að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna geti ekki verið grundvöllur leyfisveitinga vegna skorts á umfjöllun um valkosti

Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Austurfréttar segir að úrskurðirnir hafi ekki áhrif á starfsleyfi sem eru í gildi í Berufirði og Reyðarfirði.

Umsóknir um starfsleyfi í Fáskrúðsfirði og Berufirði sem farið hafa í gegnum mat á umhverfisáhrifum. Í svarinu segir að úrskurðurinn geti haft áhrif á vinnslu þeirra starfsleyfa. Einnig liggja fyrir umsóknir um eldi í Reyðarfirði, Seyðisfirði og Stöðvarfirði.

„Eins og segir í yfirlýsingu Umhverfisstofnunar þá er spurningum ósvarað í kjölfar úrskurða og í raun getur verið erfitt fyrir leyfisveitendur að gefa út leyfi samkvæmt þeim kröfum sem úrskurðarnefnd túlkar út úr orðalagi laga um mat á umhverfisáhrifum. Þetta sýnir þörf á að skýrt verði nánar í lögum hvert sé hlutverk leyfisveitenda hvað varðar ábyrgð á áliti um mat á umhverfisáhrifum,“ segir í svarinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.