Úrslit Alþingiskosninganna 2024 í Norðausturkjördæmi staðfest
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. des 2024 12:11 • Uppfært 04. des 2024 12:13
Yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi kom saman í gær til að yfirfara og staðfesta úrslit úr Alþingiskosningunum á laugardag. Úrslitin urðu sem hér segir:
Fjöldi kjósenda á kjörskrá: 31.039
Greidd atkvæði alls: 24.809
Kjörsókn 79,9%
Gildir atkvæðaseðlar 24.334 eða 98,1% greiddra atkvæða
Auðir og ógildir: 478 eða 1,9% af greiddum atkvæðum
Þar af ógildir seðlar: 30 eða 0,1% af greiddum atkvæðum
Þar af auðir seðlar: 445 eða 1,8% af greiddum atkvæðum
Framsóknarflokkurinn 3.445 atkvæði eða 14,2%
Viðreisn 2.296 atkvæði eða 9,4%
Sjálfstæðisflokkur 3.652 atkvæði eða 15,0%
Flokkur fólksins 3.475 atkvæði eða 14,3%
Sósíalistaflokkur Íslands 924 atkvæði eða 3,8%
Lýðræðisflokkurinn 183 atkvæði eða 0,8%
Miðflokkurinn 3.818 atkvæði eða 15,7%
Píratar 438 atkvæði eða 1,8%
Samfylkingin 5.183 atkvæði eða 21,3%
Vinstrihreyfingin – grænt framboð 920 atkvæði eða 3,8%
Verið er að taka saman upplýsingar um útstrikanir.