Úthlutuðu sjö milljónum til verka á Stöðvarfirði

Margvísleg mismunandi verkefni hlutu styrk úr frumkvæðissjóði byggðaþróunarverkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður en veitt var úr sjóðnum fyrir skemmstu.

Alls voru sjö milljónir króna til aflögu en alls nutu þrettán verkefni af átján alls náð fyrir augum úthlutunarnefndar en þess gætt að styrkir færu til fjölbreyttra verkefna sem bætt gæti mannlíf á staðnum og stuðlað að fegrun umhverfisins.

Hæsta staka styrkinn, 1,5 milljón króna, hlaut kaffibrennslan Kvörn sem gert hefur sér samastað í húsi Sköpunarmiðstöðvarinnar um tíma en miðstöðin sjálf fékk einnig fjármagn, 1,75 milljónir bæði til að hanna matvælaeiningu í húsinu og til endurbóta á verkstæðum hússins sem eru allnokkur.

Af öðrum sem styrk fengu má nefna sex hundruð þúsund krónur sem Guðmundur Arnþór Hreinsson fékk til að setja upp heimasíðu bæjarins, íbúasamtök Stöðvarfjarðar fengu 400 þúsund til stígagerðar meðfram sjávarsíðunni og þá fékk Þóra Björk Nikulásdóttir fjármagn til að undirbúa uppsetningu iðnaðareldhúss. Fyrirtækið Ástrós ehf. fékk styrk til fiskibolluframleiðslu og Sólveig Friðriksdóttir sömuleiðis vegna framleiðslu sérstaks slökunarpúða.

Hluti styrkþega ánægðir að athöfninni lokinni. Mynd Fjarðabyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.