Vara við notkun farsíma undir stýri

Lögreglan á Austurlandi áminnir ökumenn að láta farsíma og önnur snjalltæki eiga sig á meðan akstri stendur. Grunur er um að farsímanotkun hafi valdið umferðaróhappi á Reyðarfirði um síðustu helgi.

Löskuð bifreið hefur í vikunni staðið neðan við Þórðarbúð á Reyðarfirði en hún skemmdist eftir að ökumaður hennar missti stjórn á henni. Sá var einn í bílnum og slapp ómeiddur en grunur leikur á að farsímanotkun hans hafi valdið óhappinu.

Lögreglan hefur að undanförnu lagt áherslu á að stemma stigu gegn notkunar á snjalltækjum undir stýri. Átján kærur voru gefnar út vegna hennar á fyrstu fimm mánuðum ársins samanborið við sextán í fyrra og 14 2018. Þær voru 2-4 talsins á þessum tíma árin 2015, 16 og 19. Sveiflur milli ára geta bæði skýrst af aukinni notkun eða hertu eftirliti lögreglu.

Samkvæmt ársyfirliti lögreglunnar hefur kærum vegna farsímanotkunar fjölgað verulega síðustu ár, en á síðasta ári fjölgað þeim um 423% miðað við meðaltal síðustu fimm ára.

Síðustu dagar hafa annars verið rólegir hjá lögreglunni. Um 300 farþegar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í gær, þar af um 80% þeirra fullbólusettir gegn Covid-19 veirunni. Farþegum með ferjunni fjölgar með hverri sumarferð en eins hækkar hlutfall bólusettra. Þeir sem ekki eru bólusettir þurfa að fara í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.