Varasamt ferðaveður vegna storms og snjókomu

Gul viðvörun hefur verið gefin út af Veðurstofu Íslands en búist er við stormi og snjókomu á Austurlandi frá miðnætti og fram til hádegis á morgun.

Gerir Veðurstofan ráð fyrir vindhraða frá 15 til 23 metra á sekúndu og sérstaklega snörpum vindhviðum við fjöll. Snjór og skafrenningur fylgir, skyggni lélegt og akstursskilyrði með. Varasamt ferðaveður á meðan stormurinn geysar.

Norðanstrekkingurinn fer að gera vart við sig upp úr miðnætti ef spár ganga eftir og gengur ekki niður fyrr en um hádegisbil á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.