Varð undir húsbíl

Maður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri í gærkvöldi eftir að hafa orðið undir húsbíl sem fór út af nærri Möðrudal á Fjöllum. Gærdagurinn var annars tíðindalítill þrátt fyrir appelsínugula stormviðvörun.

Slysið varð undir klukkan átta í gær á þjóðveginum yfir Möðrudalsöræfi, skammt frá afleggjaranum inn að Möðrudal.

Þrír voru í bílnum og lenti einn þeirra undir bílnum. Eftir að hann var losaður var hann fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Talið er að maðurinn hafi að minnsta kosti fótbrotnað. Samferðafólk hans slapp ómeitt.

Annars bárust fáar tilkynningar til lögreglu eða björgunarsveita eystra vegna stormsins í gær. Á Stöðvarfirði þurfti þó að huga að járnplötum á ferðinni. Þá var veginum um Hvalnes- og Þvottárskriður lokað klukkan tvö í gærdag vegna veðursins eftir að húsbíll hafði fokið út af.

Samkvæmt gögnum Veðurstofunnar mældist vindhviða upp á rúma 60 m/s á Gagnheiði stuttu eftir klukkan 18 í gær.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.