Vatnssýnataka í Hallormsstað eftir helgina

Framkvæmdir við endurbætur á neysluvatnstanki íbúa Hallormsstaðar ganga að óskum. Fyrsta sýnatakan á gæðum vatnsins eftir flóknar framkvæmdirnar fer fram á mánudaginn kemur.

Íbúar og gestir í Hallormsstað hafa þurft að sjóða allt sitt neysluvatn frá því í miðjum október eftir að þar mældist kólígerlamengun í vatninu. Reyndist vandamálið ívið flóknara að lagfæra en að skipta bara um gegnumlýsingartæki sem í fyrstu atrennu var talið vænlegt. Þurftu HEF-veitur að ráðast í töluverðar framkvæmdir í kjölfarið en nú sér loks fyrir endann á þeim. Búið er að skipta um flestar lagnir og síur og til stendur að þrífa vatnstankinn sjálfan og nýtt gegnumlýsingartæki á sínum stað.

Áforma HEF-veitur að láta framkvæma sýnatöku strax eftir helgina. Komi það vel út gæti heimafólk farið að neyta vatnsins vandræðalaust síðar í næstu viku.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.