Vatnssýnataka í Hallormsstað eftir helgina
Framkvæmdir við endurbætur á neysluvatnstanki íbúa Hallormsstaðar ganga að óskum. Fyrsta sýnatakan á gæðum vatnsins eftir flóknar framkvæmdirnar fer fram á mánudaginn kemur.
Íbúar og gestir í Hallormsstað hafa þurft að sjóða allt sitt neysluvatn frá því í miðjum október eftir að þar mældist kólígerlamengun í vatninu. Reyndist vandamálið ívið flóknara að lagfæra en að skipta bara um gegnumlýsingartæki sem í fyrstu atrennu var talið vænlegt. Þurftu HEF-veitur að ráðast í töluverðar framkvæmdir í kjölfarið en nú sér loks fyrir endann á þeim. Búið er að skipta um flestar lagnir og síur og til stendur að þrífa vatnstankinn sjálfan og nýtt gegnumlýsingartæki á sínum stað.
Áforma HEF-veitur að láta framkvæma sýnatöku strax eftir helgina. Komi það vel út gæti heimafólk farið að neyta vatnsins vandræðalaust síðar í næstu viku.