Veginum við Kárahnjúka aftur lokað á morgun

Næsta lokun á veginum undir Kárahnjúkum verður á morgun, fimmtudaginn 22. júlí. Stendur lokunin frá kl. 9 um morguninn og til kl. 18 síðdegis.


Eins og fram hefur komið í fréttum stendur Landsvirkjun fyrir framkvæmdum í Fremri-Kárahnjúk og er stefnt á að þeim verði að fullu lokið mánudaginn 16. ágúst.Tilgangur framkvæmdanna er að koma í veg fyrir grjóthrun í Fremri-Kárahnjúk. Á verktímanum mun verða nauðsynlegt að loka veginum undir Kárahnjúknum suma daga, til að tryggja öryggi vegfarenda.

„Veginum verður lokað beggja vegna annars vegar við inntaksmannvirkið á milli Kárahnjúkastíflu og Desjarárstíflu og hins vegar við norðurenda Kárahnjúkastíflu. Mönnuð vakt verður á þessum stöðum á meðan lokanir verða. Lokanirnar geta orðið nokkrar klukkustundir í senn en einnig er hugsanlegt að einhverja daga þurfi að loka daglangt,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.

„Reynt verður að stilla lokunum í hóf en öryggi starfsmanna og vegfarenda verður haft í forgangi.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.