Vegir almennt greiðfærir á Austurlandi

Þrátt fyrir gula veðurviðvörun á Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum eru vegir almennt greiðfærir í þessum landshlutum. Ekki er vitað um nein óhöpp í gærkvöldi og nótt.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur snjóað í fjöll og snjóþekja getur verið á fjallvegum. Myndin sem fylgir hér með er tekin úr vefmyndavél Vegargerðarinnar á Vopnafjarðarheiði skömmu fyrir klukkan 8 í morgun.

Þótt vegir séu greiðfærir er ástæða til að vara ökumenn á stórum ökutækjum eða með aftanívagna að keyra um sunnanverða Austfirði nú fyrir hádegið því vindstyrkur í hviðum á þeim slóðum getur slegið í 30-35 m/s.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar