Skip to main content

Vel gekk að koma rafmagni aftur á austanlands

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. feb 2025 12:01Uppfært 07. feb 2025 13:09

RARIK hefur að mestu lokið aðgerðum sínum vegna óveðursins sem gekk yfir landið allt í gær en í því datt rafmagn meðal annars út í sunnanverðum Reyðarfirði. Þar lauk viðgerð snemma í gærkvöldi og ekki orðið vart frekari bilana á Austurlandi.

Fram kemur í tilkynningu RARIK vegna áhrifa veðursins á rafmagnsinnviði að alls hafi 1.355 heimili eða fyrirtæki í landinu orðið fyrir einhvers konar truflunum eða beinu rafmagnsleysi um tíma meðan á óveðrinu stóð. 

Sökum mikils hvassviðris reyndist tímafrekara en annars að ljúka viðgerðum. Þá var mikil selta vandamál, eldingar herjuðu á kerfi RARIK víða og eitthvað var um að staurar brotnuðu og línur slitnuðu.

Austanlands fór rafmagnið af í sunnanverðum Reyðarfirði milli Kolmúla og Beruness snemma í gær og aðeins síðar í austanverðum Fáskrúðsfirði út að Vattarnesvita. Allir aðilar á því svæði voru komnir í samband á ný um klukkan 20 í gærkvöldi.