Orkumálinn 2024

Verðhækkanir framundan hjá viðskiptavinum HEF

Stjórn HEF hefur samþykkt að hækka flestar gjaldskrár sínar frá og með áramótum.

Þar er um að ræða umtalsverða hækkun á heitu vatni um 8 prósent en byggingarvísitala hefur hækkað um 10 prósent á árinu. Önnur ástæða hækkunar nú eru mistök sem voru gerð árið 2019 þegar fyrirtækinu láðist að fá samþykki ráðuneytis í tæka tíð fyrir fyrirhugaða gjaldskrárhækkun á þeim tíma. Af þeim sökum hefur gjaldskráin dregist mjög aftur úr verðlagsþróun síðustu árin.

Vatnsgjald og fast gjald vegna vatnsveitu hækkar einnig eða um 3,5 prósent en þar hjálpar til við að halda hækkun í skefjum að ekki eru fjárfrek verkefni framundan á næstu misserum. Á móti kemur að álagningarprósenta fráveitugjalds lækkar úr 0,35 í 0,33 prósent.

Þá hækkar gjaldskrá vegna gagnaveitu [ljósleiðara] um heil 15 prósent sem er þó í takti við verðlagsþróun í landinu. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem HEF hækkar gjaldskrá sína vegna gagnaveitunnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.