Skip to main content

Viðburðum frestað í þinghánum vegna ófærðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. des 2024 12:04Uppfært 01. des 2024 12:21

Ákveðið hefur verið að að fresta aðventustund sem halda átti í Hjaltastaðakirkju í dag og aflýsa markaðsdegi Kvenfélags Eiðaþinghár. Ljóst er að tíma tekur að ryðja svo vel sé í dreifbýli á Fljótsdalshéraði.


Sameiginleg aðventustund Hjaltastaða- og Eiðaþinghársóknar átti að hefjast í Hjaltastaðakirkju klukkan 16:00. Henni hefur verið frestað vegna ófærðar.

Markaðsdegi Kvenfélags Eiðaþinghár, sem átti að hefjast á Eiðum klukkan 12:30 hefur verið frestað. Ljóst er að ekki verður búið að ryðja í sveitum og enn ekki orðið þokkalegt ferðaveður.

Grýlugleði á Skriðuklaustri í Fljótsdal verður á sínum stað klukkan 14:00 enda búið að ryðja upp í Fljótsdal. Sömuleiðis er kaffihlaðborð Kvenfélags Skriðdæla á sínum stað frá 14-17 í félagsheimilinu Arnhólsstöðum. Mokstur stendur yfir í Skriðdal.

Eftir að þjónustu var hætt í gærkvöldi bætti áfram í veðrið á Austurlandi. Moksturstæki hafa verið að störfum síðan snemma í morgun og segja má að flestar meginleiðir séu orðnar færar. Á því eru undantekningar. Vonast er til að hægt verði að opna Fagradal um 12:30 og athugað verður með mokstur á Vatnsskarði klukkan 13.

Þungfært er á norðanverðu Héraði nema eftir þjóðveginum um Jökuldal. Eins er þungfært upp fell Einbreitt er á kafla milli Hafnarness og Breiðdalsvíkur og Djúpavogs og Þvottár.

Mynd: Unnar Erlingsson