Veðurviðvörun lækkar í gult fyrir hádegi á Austurlandi

Því er spáð að veðrið sem nú geisar á Austurlandi og Austfjörðum muni ganga niður síðdegis í dag. Veðurviðvörun mun lækka úr appelsínugulu og í gult á Austurlandi að Glettingi fyrir hádegi, að því er segir á vefsíðu Veðurstofunnar.

Sem stendur er slydda eða snjókoma til fjalla á Austurlandi og hætta á að færð á fjallvegum spillist. Þar er nú allhvöss eða hvöss norðvestlæg átt og rigning á láglendi.

Á Austfjörðum er hvassari vindur og geta vindhviður þar sunnan til náð allt að 30-35 m/s sem er á við fyrsta stigs fellibyl. Því eru ökumenn með aftanívagna varaðir við að vera á ferðinni á þeim slóðum.

Uppfært kl. 9.15: Búið er að lækka veðurviðvörun fyrir Austurland niður í gult.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.