Minningarreitur um skriðuföllin á Seyðisfirði í bígerð

Hugmyndavinna um minningarreit um skriðuföllin á Seyðisfirði er hafin. Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarsstjóra í heimastjórn Seyðisfjarðar segir að málið sé á frumstigi.

Nokkrar umræður urðu um málið á fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar í vikunni. Þar lá fyrir tillaga að minnisreit um skriðuföllin frá Ólafíu Þ. Stefánsdóttur.

Á fundinum koma fram hjá Aðalheiði að þegar er hafin vinna við minningarreit við Wathnestorfuna. Þar að auki hafi atvinnu- og menningarsvið í samstarfi við Austurbrú sett af stað vinnu við að segja söguna á skilti sem reist verður strax í vor eða sumar.

“Einnig er hugmyndavinna komin af stað varðandi það sem eftir stendur af gömlu smiðjunni undir leiðsögn Minjastofnunar. Heimastjórn þakkar Ólafíu kærlega fyrir erindið og leggur til að atvinnu- og menningarsvið vinni málið áfram,” segir m.a. í bókun á fundinum.

Aðalheiður ítrekar hvað minnisreitinn varðar að ekki sé búið að taka neinar ákvarðanir um hann enda málið á frumstigi eins og fyrr segir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.