Orkumálinn 2024

Vilji til að endurbyggja Vélsmiðjuna - Myndir

Áhugi er á að endurbyggja Vélsmiðju Jóhanns Hanssonar, eitt helsta sýningarrými Tækniminjasafns Austurlands, en stór hluti hennar er ónýtur eftir að hafa orðið fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfjörð 18. desember. Merkir safnmunir eru ónýtir meðan aðrir virðast ótrúlega heillegir.

Vélsmiðjan var upphaflega byggð árið 1907 og þótt þá hin „fullkomnasta sinnar tegundar á landinu,“ að því er fram kemur í Húsasögu Seyðisfjarðar sem endurútgefin var síðasta sumar.

Í vélsmiðjunni var reimdrifið kerfi, lagt eftir loftinu, sérhannað inn í húsið til að knýja tæki sem voru í húsinu, upprunalegt og gangfært fram til 18. desember. Í fyrstu var vonast til að sá salur hefði sloppið í skriðuföllunum, þar sem neðri veggur hússins stóð en nú er komið í ljós að salurinn er troðfullur af aur úr skriðunni.

„Það voru tæki á gólfinu drifin af þessu kerfi. Þau eru núna að minnsta kosti verulega tjónuð,“ segir Skúli Vignisson, stjórnarformaður Tækniminjasafnsins sem fylgdi starfsmönnum Náttúruhamfaratryggingar Íslands um svæðið í dag.

Þrjú hús gerónýt

Þrjú hús, sem mynduðu safnasvæði Tækniminjasafnsins, hafa verið dæmd gerónýt eftir skriðuföllin. Auk Vélsmiðjunnar, sem stóð að Hafnargötu 38b, eru það Renniverkstæðið að Hafnargötu 38a og Gamla skipasmíðastöðin að Hafnargötu 31 byggð 1897. Þá er Angró, byggt 1881 að Hafnargötu 37, talsvert laskað þótt það hafi ekki orðið fyrir skriðunni sjálfri.

Bæjarstjórn Múlaþings bannaði á fundi sínum í vikunni endurbyggingu á lóðunum þar sem húsin eyðilögðust þar til nýtt hættumat og varnir liggja fyrir. Ákvörðunin var forsenda þess að Náttúruhamfaratrygging Ísland bætti húsnæði að fullu samkvæmt brunabótamati, sem Skúli segir þó hafa verið í lægra lagi fyrir húsnæði Tækniminjasafnsins.

Margt óljóst enn um enduruppbyggingu

Hann segir áhuga á að endurbyggja hluta húsanna en sem stendur sé ýmsum spurningum ósvarað um þann möguleika. „Við vorum með skrifstofur og fleira í Renniverkstæðinu. Við sjáum meira eftir Vélsmiðjunni sem er söguleg bygging. Við funduðum með menntamálaráðherra, Minjastofnun og Þjóðminjasafninu í gær.

Minjastofnun er okkur innan handar vegna þessara sögulegu húsa sem skemmdust og af hennar hálfu áhugi á að endurbyggja Vélsmiðjuna og Angró. Þetta eru hvort tveggja hús sem stofnunin hefur lagt fjármuni í að lagfæra og hafa sögulegt gili fyrir bæði Seyðfirðinga og Íslendinga alla.

Það verður þó ekki gert fyrr en hættumat liggur fyrir og væntanlegar varnaraðgerðir. Það hefur verið þannig að varnir hafa ekki verið reistar fyrir annað húsnæði en íbúðahúsnæði, en það er spurning hvernig málin þróast hér.“

Prentvélarnar trúlega ónýtar

Árið 1918 var byggð málm- og járnbræðsla við Vélsmiðjuna. Sá hluti virðist hafa sloppið að miklu leyti en drulla hefur borist inn á gólf enda staðnæmdist skriðan á ofanverðu húsinu.

Á efri hæð Renniverkstæðisins voru skrifstofur og geymslur sem að sögn Skúla virðast hafa sloppið vel í hamförunum. Aðra sögu er hins vegar að segja af neðri hæðinni þar sem var starfhæf prentsmiðja sett saman úr vélakosti allt frá fyrri hluta síðustu aldar.

„Það var talsvert af munum á háaloftinu og miðhæðinni sem virðast að miklu leyti heilir. Á neðri hæðinni, þar sem aurinn komst inn, pressaðist allt saman og mér finnst líklegt að prentvélarnar séu gerónýtar.“

Mikið verk að fara í gegnum muni

Skúli segir útlit fyrir að Tækniminjasafnið verði starfrækt á næstu 2-3 árum enda mikil vinna framundan við að fara í gegnum bæði þann safnkost sem bjargað er úr skriðunni, sem þann sem slapp alveg, móta stefnu þess til framtíðar og taka ákvörðun um endurbyggingu fyrir utan framkvæmdirnar sjálfar. Hjá því hefur verið einn starfsmaður í fullu starfi en Skúli segir áhuga hjá stjórninni að bæta öðrum við, gagngert til að takast á við þá miklu vinnu sem hafin er.

Þá nýtur safnið aðstoðar bæði Austurbrúar og Þjóðminjasafnsins við að fara í gegnum muni. „Við höfðum mótað okkur safnstefnu og vorum byrjuð að grisja safnkostinn fyrir hamfarirnar. Það heldur nú áfram. Við erum tilneydd að flokka það sem kemur úr brakinu og gerum í það í samstarfi við Þjóðminjasafnið og önnur söfn hér á svæðinu.“

Sem stendur hefur Tækniminjasafnið geymsluaðstöðu í mjölskemmu við fiskimjölsverksmiðjuna aðeins utan við skriðusvæðið. Þangað eru þeir munir safnsins sem koma upp úr skriðunni fluttir. „Það sem ég sá þar í gær var í ótrúlega góðu standi og mikið af heilum munum.“

Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0004 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0007 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0011 Web
Tekmus Juli20 0003 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0015 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0021 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0023 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0025 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0028 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0029 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0033 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0038 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0039 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0044 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0053 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0059 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0064 Web
Tekmus Juli20 0002 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0081 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0095 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0097 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0098 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0102 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0108 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0113 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0114 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0117 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0123 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0127 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0132 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0145 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0149 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0163 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0164 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0168 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0169 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0170 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0176 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0187 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0191 Web
Sfk Skrida Hreinsun 20210108 0200 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.