Vinnu við Mjóafjarðarlínu er lokið

Vinnu við Mjóafjarðarlínu lauk í gærdag. Því miður tókst ekki að ljúka öllum tengingum og er áframhaldandi vinna áætluð á morgun ef verður leyfir. Rafmagnslaust verður þá utan við Hánefsstaði og rafmagnstruflanir í Mjóafirði í dag frá kl 11 til 16 vegna vinnu við háspennustreng i Brekkugjá.

Þetta kemur fram á vefsíðu RARIK. Verktakinn Sveinn Guðjónsson fjallar um málið á Facebook síðu sinni.

„Æfintýri dagsins þrífasað í Mjóafjörð með Rarik. Lengsta línuspan á Íslandi rúmir 900 metrar. 2017 og 2019 lögðum við þriggja fasa jarðstreng ásamt ljósleiðarastreng úr minni Austdals í Seyðisfirði og í Brekkuþorp í Mjóafirði um 10 kílómetra leið“ segir Sveinn.

„Og þá var eftir um 400 metra þverhnípi niður í Brekkugjá sem strengir voru strengdir á í dag með aðstoð þyrlu og gékk þetta verk vel í frábæru veðri og sirka fimm stiga frosti. Gamla spanið sem strengt var þarna niður 1975 verður látið standa áfram sem varaleið. Flottur dagur á fjöllum í dag.“

Mynd: Facebook

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar