Vonbrigði með vinnuskólann á Djúpavogi

Heimastjórn Djúpavogs lýsir yfir vonbrigðum með breytingar á fyrirkomulagi vinnskóla á Djúpavogi á komandi sumri. Breytingar fela í sér nokkra skerðingu á vinnutíma miðað við fyrirkomulagið í fyrra.

“Einnig vantar atvinnutækifæri fyrir ungmenni á framhaldskólaladri en fyrir því er rík hefð í byggðarlaginu að þessum hópi standi til boða vinna fyrir sveitarfélagið,” segir í bókun á fundi heimastjórnar í gærdag.

Þá hefur heimastjórn af því áhyggjur að þessi skerðing á vinnutíma komi niður á ásýnd og umhverfi bæjarinns og muni jafnvel auka kostnað sveitarfélagsins vegna aðkeyptrar vinnu.

“Heimastjórn skorar á umhverfissvið að endurskoða þessar breytingar, sérstaklega vegna atvinnuástands í kjölfar covid faraldursins,” segir ennfremur.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþing samþykkti í síðasta mánuði tillögu um fyrirkomulag vinnuskóla sveitarfélagsins árið 2021, laun og vinnutímafjölda þeirra aldurshópa sem boðið verður að sækja um í vinnuskóla. Helsta breytingin er að vinnuvikan var stytt úr fimm dögum í fjóra.

Laun miðað við hlutfall af launaflokki 117 í kjarasamningi FOSA verða sem hér segir:

Árgangur 2008 - 30%, 668 kr./klst. Vinnutími 3 klst á dag, 4 daga vikunnar í u.þ.b. 6 vikur.
Árgangur 2007 - 45%, 1.002 kr./klst. Vinnutími 3 klst á dag, 4 daga vikunnar í u.þ.b. 7 vikur.
Árgangur 2006 - 55%, 1.225 kr./klst. Vinnutími 6 klst á dag, 4 daga vikunnar í u.þ.b. 10 vikur.
Árgangur 2005 - 65%, 1.447 kr./klst. Vinnutími 6 klst á dag, 4 daga vikunnar í u.þ.b. 10 vikur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.