Yfir sextíu verkefni skráð hjá austfirskum björgunarsveitum

Yfir 60 verkefni hafa verið skráð hjá austfirskum björgunarsveitum vegna hvassviðris í fjórðungnum í dag. Flest útköllin eru á Norðfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi.

Fyrstu sveitir voru kallaðar út um klukkan átta í morgun en útköllunum fjölgaði verulega í kringum hádegið, að því er fram kemur í yfirliti frá Landsbjörgu.

Flest útköll hafa borist á Seyðisfirði, Norðfirði og Djúpavogi, mikið erum fok á þakplötum og nokkuð um rúður sem hafa brotnað í bílum og íbúðarhúsum. Björgunarsveitarfólk hefur víða farið í eftirlitsferðir um bæi og sinn fjölda verkefna vegna foks á lausamunum.

Á Seyðisfirði var björgunarsveitarfólk kallað út klukkan 10 í morgun vegna rúðu sem brotnað hafði í veðurofsanum. Í framhaldi fóru að berast tilkynningar um fok á braki, lausamunum og stórum hlutum í bænum, eftir hádegi fjölgaði verkefnum mikið. Björgunarsveitarfólk hefur náð að sinna flestum verkefnum en einhver verkefni hafa þurft að bíða þar sem fyllsta öryggis er gætt enda mikið um brak á svæðinu.

Í Neskaupstað hefur björgunarsveitarfólk sinnt yfir 20 útköllum frá því klukkan 07:56 í morgun, þar hefur verið mikið um fok á lausamunum og gluggar og tré hafa brotnað. Það tók að hægast um hjá björgunarsveitinni um klukkan 14 í dag en klukkan 15 ákvað lögreglan að loka Norðfjarðarvegi vegna fokhættu og fleiri tilkynningar fóru að berast til björgunarsveitar um fok og báta sem voru að losna frá bryggju.

Á Djúpavogi hefur björgunarsveitin verið að störfum síðan 11 í morgun þegar fyrsta útkallið barst vegna foks á lausamunum. Óvenju mikill vindur hefur verið í bænum og hafa margar tilkynningar borist um fok á lausamunum um allan bæinn.

Myndir frá Djúpavogi í dag frá Landsbjörgu.






Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.