Öll íbúafjölgun á Austurlandi og gott betur síðastliðin sex ár er borin uppi af íbúum með erlent ríkisfang. Þeim fjölgað á þessum tíma um sjö hundruð í fjórðungnum þó heildarfjölgun íbúa sé einungis fimm hundruð.
Lögreglustjórinn á Austurlandi telur að árás karlmanns gegn fyrrum sambýliskonu sinni á Vopnafirði hafi verið sérlega alvarleg og heppni að konan hafi lifað hana af. Landsréttur heimilaði manninum að taka út hluta gæsluvarðhaldsins á geðdeild.
Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur lagt blessun sína yfir að bætt verði við strætóstoppi utan við flugstöðina á Egilsstöðum eins og mörg köll hafa verið eftir síðan tekið var upp bílastæðagjald við völlinn snemma í sumar.
Fjórða Matarmót Austurlands fór fram fyrir skömmu og tókst með afbrigðum vel enda slagaði fjöldi gesta þær þrjár stundir sem opið var fyrir almenning hátt í þúsund manns. Sá mikli fjöldi setti reyndar eina strikið í reikninginn.
Áframhaldandi undirbúningur fyrir stækkun flugvallarins á Egilsstöðum er eitt helsta staka verkefnið í samgöngumálum sem unnið verður í á Austurlandi á næsta ári. Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í að hanna brýr á Axarvegi.
Samkvæmt áætlun Ferðamálastofu mun áfram draga úr umferð skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar á næsta ári eins og raunin hefur verið á yfirstandandi ári. Flest skip komu þangað í höfn 2023 eða 114 talsins en verða á næsta ári 89.
Hlýndakaflinn á landinu síðustu vikurnar hefur haft þau áhrif að staða miðlunarlóna Landsvirkjunar norðan- og austanlands hefur batnað verulega sem þýðir að raforkuskerðingar til stórnotenda, sem áttu að hefjast í þessari viku, hefjast ekki fyrr en um áramótin.
Þó þrjú og hálft ár séu liðin síðan náttúruvættið Stórurð og næsta nágrenni voru formlega friðlýst sem landslagsverndarsvæði vantar enn töluvert upp á að göngufólk á þessum slóðum átti sig á að svæðið sé friðlýst og hvað megi og hvað ekki sökum þess. Bæta þarf upplýsingagjöf töluvert.
Alls eru 16 einstaklingar að þessu sinni á kjörskrá í einni allra minnstu kjördeild landsins í Mjóafirði. Síðustu tvennar Alþingiskosningar hefur fjöldi atkvæðabærra í firðinum verið 13 talsins svo fjölgunin er rúmlega 23 prósent.
Tveir rýni- og starfshópar sem Fjarðabyggð fékk til að greina og grandskoða breytingar til batnaðar í skólastarfi leik- og grunnskóla sveitarfélagsins til framtíðar hafa sett vinnu sína á ís til nýs árs sökum kjaradeilna Kennarasambands Íslands
Samfylkingin mælist stærst í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem kannar fylgi stjórnmálaflokka í Norðausturkjördæmi. Framsóknarflokkurinn gefur eftir í jafnri baráttu um þingsæti en Viðreisn sækir áfram í sig veðrið.