Framkvæmdastjóraskipti hjá Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupstað

Guðmundur R. GíslasonHinn 15. október nk. mun Freysteinn Bjarnason láta af störfum framkvæmdastjóra Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað sökum aldurs en hann hefur gegnt starfinu frá árinu 2005. Við starfinu tekur Guðmundur Rafnkell Gíslason sem að undanförnu hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Sjónaráss.

Lesa meira

Starf ríkisins á Borgarfirði laust til umsóknar

borgarfjordur eystriÞað er ekki á hverjum degi sem að auglýst er starf á vegum ríkisins á Borgarfirði eystri. Nú er það hins vegar reyndin, en Heilbrigðisstofnun Austurlands auglýsti nýverið eftir hjúkrunarfræðingi eða sjúkraliða í 40% starf á Borgarfirði.

Lesa meira

Augnlæknir væntanlegur í Fjarðabyggð

hsa logo 2014Augnlæknaþjónusta mun verða í boði í Fjarðabyggð í kringum mánaðarmótin september-október. Þetta verður í fyrsta sinn í meira en ár sem augnlæknaþjónusta verður í boði í sveitarfélaginu.

Lesa meira

701 Hotels semja um kaup á Hallormsstaðarskóla

hallormsstadarskoli mai13Samkvæmt Þráni Lárussyni, stjórnarformanni 701 Hotels ehf., hefur fyrirtækið undirritað samkomulag við Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp um kaup á byggingum Hallormsstaðarskóla. Samkvæmt Þráni er ætlunin sú að nýta skólabyggingarnar til þess að stækka Hótel Hallormsstað og áætlar fyrirtækið að ráðast í umtalsverðar framkvæmdir á húsnæðinu strax í vetur.

Lesa meira

Elsta hús Neskaupstaðar flutt á nýjan stað

gamla ludvikshusidEigna- skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum að úthluta sveitarfélaginu lóð að Þiljuvöllum í Neskaupstað með það fyrir augum að flytja þangað Gamla Lúðvíkshúsið.

Lesa meira

Alelda bíll á Reyðarfirði

alelda bill a reydarfirdi10Eldur kom upp í bíl á Reyðarfirði í morgun og varð hann fljótlega alelda. Slökkvilið og lögregla voru kölluð á staðinn og hefur eldurinn nú verið slökktur. Engin slys urðu á fólki.

Bíllinn var sem staðsettur í miðju íbúðahverfi en veðrið var stillt þannig að aldrei varð hætta á að eldurinn bærist í nærliggjandi hús.

Um er að ræða eldri vinnubíl af gerðinni Citroën Berlingo og talið er að kviknað hafi í út frá bensíni. Allir voru komnir út úr bílnum áður en eldurinn kom upp.

Ljósmyndir: Esther Ösp Gunnarsdóttir og Jón Knútur Ásmundsson. 

alelda bill a reydarfirdi1alelda bill a reydarfirdi10

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar