Nýr kjarasamningur var undirritaður hjá Alcoa Fjarðaáli þann 17. júlí. Samningurinn er á milli AFLs starfsgreinafélags, Rafiðnaðarsambands Íslands og Alcoa Fjarðaáls og gildir hann til fimm ára. Enn eiga þó starfsmenn Fjarðaáls eftir að greiða atkvæði um samninginn.
Starfsfólki Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði brá heldur í brún í morgun þegar verið var að undirbúa árlega Smiðjuhátíð og í ljós kom að spýtuplötur sem leggja átti í stórt veitingatjald voru horfnar.
Eigandi fjölbýlishússins Miðvangs 6 á Egilsstöðum bindur vonir við að aukið líf sé að færast í húsið. Lokið var við húsið árið 2010 en upphaflega stóð til að þar yrðu fyrst og fremst íbúðir fyrir eldri borgara.
Þróun í tækni og samgöngum til sveita virðist meðal annars hafa leitt til fólksfækkunar sem aftur leiðir til fækkunar í skólum í sveitunum. Slík varð raunin í skólasamfélaginu í kringum Hallormsstaðarskóla en svipuð dæmi er að finna víða um heim.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs mótmælir því að annað en fagleg sjónarmið ráði för í stefnumótun fyrir jarðgangagerð á Austurlandi. Ráðið ítrekar enn fremur að austfirsk sveitarfélög standi við þau áherslur sem þau hafi lagt á sínum sameiginlega vettvangi.
Starfsfólki Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði brá heldur í brún í morgun þegar verið var að undirbúa árlega Smiðjuhátíð og í ljós kom að spýtuplötur sem leggja átti í stórt veitingatjald voru horfnar.
Aflögð rafstöð við bæinn Fossgerði á Berufjarðarströnd skemmdist illa í eldi seinni partinn í gær. Slökkvistarfið gekk vel en eldsupptök eru óljós. Landeigandi segir stefnt að því að gera stöðina upp á nýtt.
Fyrr í sumar var opnuð ný klósettaðstaða í Egilsstaðastofu, við tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Þar geta ferðamenn komið við og farið á klósettið fyrir eitt hundrað krónur. Ferðamönnum finnst ekkert tiltökumál að borga fyrir að nota klósettaðstöðuna, samkvæmt starfsmönnum Egilsstaðastofu.
Ferðamálasamtök Austurlands (FAUST), Austurbrú og sveitarfélögin í fjórðungnum standa nú fyrir könnun meðal bæði ferðamanna og íbúa um viðhorf þeirra og upplifun af Austurlandi.
Kristdór Þór Gunnarsson, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar á Egilsstöðum, segir íbúa á Borgarfirði eystra þurfa slitsterkari dekk heldur en aðra vegna ástands vegarins þangað. Það hefur verið sérstaklega slæmt í sumar og framundan er stærsta ferðahelgi ársins til staðarins.
Jón Þórðarson, sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps, segir sig skorta orð til að lýsa veginum til Borgarfjarðar eystri sem hafi verið með versta móti í sumar. Framundan er stærsta ferðahelgi sumarsins til staðarins.
Vinna er hafin við byggingu brúar á Eskifjarðará. Verktaki er Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE. Heldur hægar gekk að grafa Norðfjarðargöng í síðustu viku heldur en að undanförnu.