Nýr kjarasamningur undirritaður hjá Alcoa Fjarðaáli

Kjarasamningur Fjardaal 2015 undirritadur webNýr kjarasamningur var undirritaður hjá Alcoa Fjarðaáli þann 17. júlí. Samningurinn er á milli AFLs starfsgreinafélags, Rafiðnaðarsambands Íslands og Alcoa Fjarðaáls og gildir hann til fimm ára. Enn eiga þó starfsmenn Fjarðaáls eftir að greiða atkvæði um samninginn.

Lesa meira

Únglíngarnir í blokkinni: Aukið líf í Miðvangi 6

midvangur6Eigandi fjölbýlishússins Miðvangs 6 á Egilsstöðum bindur vonir við að aukið líf sé að færast í húsið. Lokið var við húsið árið 2010 en upphaflega stóð til að þar yrðu fyrst og fremst íbúðir fyrir eldri borgara.

Lesa meira

Hafna því að annað en fagleg sjónarmið ráði för í jarðgangamálum

baejarskrifstofur egilsstodum 3Bæjarráð Fljótsdalshéraðs mótmælir því að annað en fagleg sjónarmið ráði för í stefnumótun fyrir jarðgangagerð á Austurlandi. Ráðið ítrekar enn fremur að austfirsk sveitarfélög standi við þau áherslur sem þau hafi lagt á sínum sameiginlega vettvangi.

Lesa meira

Erlendir ferðamenn taka vel í að borga 100 krónur fyrir salernisferðina

IMG 1716Fyrr í sumar var opnuð ný klósettaðstaða í Egilsstaðastofu, við tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Þar geta ferðamenn komið við og farið á klósettið fyrir eitt hundrað krónur. Ferðamönnum finnst ekkert tiltökumál að borga fyrir að nota klósettaðstöðuna, samkvæmt starfsmönnum Egilsstaðastofu.

Lesa meira

Velur sérstök dekk fyrir Borgfirðinga

kristdor dekkjahollin okt14Kristdór Þór Gunnarsson, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar á Egilsstöðum, segir íbúa á Borgarfirði eystra þurfa slitsterkari dekk heldur en aðra vegna ástands vegarins þangað. Það hefur verið sérstaklega slæmt í sumar og framundan er stærsta ferðahelgi ársins til staðarins.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Brú á Eskifjarðará

nordfjardargong 20150720 1 webVinna er hafin við byggingu brúar á Eskifjarðará. Verktaki er Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE. Heldur hægar gekk að grafa Norðfjarðargöng í síðustu viku heldur en að undanförnu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar