Grátt í fjöllum í morgun

fjardarheidi 19072015 webAfar kuldalegt var um að litast á Austfjörðum í morgun en gránað hafði í hæstu fjallatinda. Snjóföl var meðfram veginum yfir Fjarðarheiði og enn  hvítara í Gagnheiði.

Lesa meira

Blængur farinn til veiða

Nyr Blaengur ASNýr Blængur NK, sem Síldarvinnslan keypti í byrjun mánaðarins, hélt til veiða um síðustu helgi. Forstjóri fyrirtækisins segir að keypt hafi verið öflugt skip sem bjóði upp á ýmsa möguleika.

Lesa meira

Enginn sótti um stöðu héraðsdýralæknis

lombEnginn sótti um stöðu héraðsdýralæknis í Austurumdæmi sem auglýst var öðru sinni nýverið. Ekkert hefur verið ákveðið um framhaldið en staðan hefur verið laus nánast frá áramótum.

Lesa meira

Áformar flug milli Egilsstaða og Lundúna: Trúum að leiðin skapi nýjan markað

clive staceyClive Stacey, eigandi ferðaskrifstofunnar Discover the World, segist hafa trú á að hægt verði að auka enn frekar ferðamannastreymi til Íslands með beinu flugi milli Egilsstaða og Gatwick flugvallar við London. Til stendur að gera tilraunir með flug frá maí til október á næsta ári og í febrúar og mars árið 2017.

Lesa meira

Hreindýraveiðar hafnar: Sjö tarfar felldir á veiðisvæði 7

hreindyr 010Á miðnætti hófst hreindýraveiðitímabilið og samkvæmt Jóhanni G. Gunnarssyni hjá Umhverfisstofnun á Egilsstöðum er nú þegar búið að fella sjö tarfa, alla á veiðisvæði 7 í Djúpavogshreppi. Ekki er óvanalegt að veiðin fari hratt af stað, en róist síðan örlítið eftir fyrstu helgina.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Búið að grafa yfir sjö kílómetra

nordfjardargong 14072015 1 webNú er búið að grafa meira en 7 km leiðarinnar milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, rúma 3 km frá Norðfirði og rúma 4 km frá Eskifirði. Það eru því aðeins um 500 metrar eftir þar til slegið verður í gegn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar