Minna en kílómetri eftir af göngunum
Nú fer að draga nær lokum gangagraftrar, en jarðgangamenn eru nú komnir nokkuð áleiðis á síðasta kílómetrann. Alls hafa nú verið grafnir 6.690 metrar af þeim 7.566 metrum jarðganga í bergi milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.Elsa Guðný nýr safnstjóri Minjasafnsins
Elsa Guðný Björgvinsdóttir hefur verið ráðin safnstjóri Minjasafns Austurlands. Hún tekur við starfinu í haust af Unni Birnu Karlsdóttur.Snjór í byggð á Austurlandi
Íbúar á Héraði og víðar á Austurlandi vöknuðu upp við fannhvíta jörð í morgun, þrátt fyrir að komið sé fram í júní. Útlit er fyrir áframhaldandi kulda og úrkomu fram eftir vikunni.Uppsafnaður rekstrarhalli Heilbrigðisstofnunar Austurlands hátt í 300 milljónir
Heilbrigðisstofnun Austurlands var rekin með 36 milljón króna halla á síðasta ári og í lok ársins 2014 nam uppsafnaður rekstrarhalli stofnunarinnar 278 milljónum króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar, þar sem fyrri ábendingar til Velferðarráðuneytisins og HSA vegna rekstrarvanda heilbrigðisstofnunarinnar eru ítrekaðar.Nýstúdent opnar bílaþvottastöð í Fellabæ
Hinn 18 ára gamli Kolbeinn Ísak Hilmarsson opnaði á dögunum bílaþvottastöðina Bílaþvottahúsið í Fellabæ. Kolbeinn er nýútskrifaður úr Menntaskólanum á Egilsstöðum, þar sem hann lauk námi á þremur árum.