Spurning fyrirsagnarinnar hefur kvalið margan manninn á Fljótsdalshéraði um árabil, en fyrir þá sem ekki vita þá er staðreyndin sú að á samskiptamiðlinum Facebook er hvorki hægt að velja Egilsstaði né Fellabæ sem heimabæ sinn.
Kalt vor hefur gert það að verkum að vorverk sauðfjárbænda eru mun seinna á ferðinni en ella. Féð hefur verið lengur heima á túnum sem aftur seinkar heyskap.
Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon verður með uppistandssýningu sína „Pétur Jóhann: Óheflaður“ á Seyðisfirði í kvöld. Hann hyggst láta hluta miðaverðs sýningarinnar renna til Lionsklúbbsins á Seyðisfirði, sem safnar fyrir hjartahnoðtæki.
Í gærkvöldi hljóp tólf manna hlaupahópur undir merkjum forvarnarverkefnisins Útmeð‘a í gegnum Egilsstaði á leið sinni í kringum landið. Hópurinn safnar áheitum til að stuðla að auknum forvörnum gegn sjálfsvígum og þá sérstaklega á meðal ungra karlmanna á Íslandi.
Tæplega þrjátíu manns mættu á íbúafund um skipulagsmál á Djúpavogi á fimmtudaginn í síðustu viku. Þar voru kynnt þau þemu sem hafa verið höfð að leiðarljósi við gerð nýs deiliskipulags fyrir miðbæjarsvæðið á Djúpavogi og íbúum var gefinn kostur á að taka þátt í hugmyndastarfinu með því að greina veikleika, styrkleika og tækifæri á hverju svæði í miðbænum.
Áætlaður ábati af nýjum flugvelli í Hvassahrauni byggist nær eingöngu á íbúum höfuðborgarsvæðisins sem nýta sér millilandaflug. Farþegar í innanlandsflugi tapa á nýjum velli.
Bæjarfulltrúar á Fljótsdalshéraði vonast til að líf færist í Tjarnargarðinn á Egilsstöðum þegar fyrsta frisbígolfvellinum á Austurlandi verður komið það upp. Ekki eru þó allir sammála um þá framkvæmd enda garðurinn skilgreindur sem skrúðgarður í gildandi skipulagi.
Hvorki líffræðingar né grenjaskyttur kannast við óvenjulegan refadauða á Austurlandi. Þótt afföll kunni að vera á stofninum annars staðar sjást þess engin merki eystra.
Þorvaldi Jóhannssyni, fyrrum bæjarstjóra á Seyðisfirði og framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, þykir það miður að ekki hafi verið unnið áfram með hugmynd um sameiningu Austurlands í eitt sveitarfélag.
Við setningu 120 ára afmælis Seyðisfjarðarkaupstaðar í gærkvöldi sameinuðust gestir í bæn eftir alvarlegt bílslys í firðinum í vikunni þar sem ung stúlka lést og önnur slasaðist alvarlega. Forseti bæjarstjórnar notaði ávarp sitt til að þakka viðbragðsaðilum fyrir vinnu þeirra.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps undirbýr breytingu á aðalskipulagi hreppsins með nýrri veglínu um Berufjarðarbotn þannig að hægt verði að ráðast ráðast í veglagningu þar. Hún treystir því að landeigendur fyrir botni fjarðarins séu nú orðnir sáttir um eina veglínu yfir fjörðinn. Deilur hafa staðið um veglagninguna árum saman.