Kvenfélagið safnaði fyrir sundlaug

2015 06 sundlaug breiddalsvik fjoll largeÞann 15. júní nk. verður sundlaugin í Breiðdalsvík opnuð almenningi á ný. Meðlimir Kvenfélagsins Hlífar tóku saman höndum og höfðu forystu um söfnun fjármuna til endurbóta á lauginni.

Lesa meira

Minna en kílómetri eftir af göngunum

nordfjardargong 08062015 webNú fer að draga nær lokum gangagraftrar, en jarðgangamenn eru nú komnir nokkuð áleiðis á síðasta kílómetrann. Alls hafa nú verið grafnir 6.690 metrar af þeim 7.566 metrum jarðganga í bergi milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.

Lesa meira

Elsa Guðný nýr safnstjóri Minjasafnsins

elsa gudny bjorgvinsdottir juli14Elsa Guðný Björgvinsdóttir hefur verið ráðin safnstjóri Minjasafns Austurlands. Hún tekur við starfinu í haust af Unni Birnu Karlsdóttur.

Lesa meira

Snjór í byggð á Austurlandi

rsz 1rsz 1img 8819Íbúar á Héraði og víðar á Austurlandi vöknuðu upp við fannhvíta jörð í morgun, þrátt fyrir að komið sé fram í júní. Útlit er fyrir áframhaldandi kulda og úrkomu fram eftir vikunni.

Lesa meira

Uppsafnaður rekstrarhalli Heilbrigðisstofnunar Austurlands hátt í 300 milljónir

fjordungssjukrahus neskaupstadHeilbrigðisstofnun Austurlands var rekin með 36 milljón króna halla á síðasta ári og í lok ársins 2014 nam uppsafnaður rekstrarhalli stofnunarinnar 278 milljónum króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar, þar sem fyrri ábendingar til Velferðarráðuneytisins og HSA vegna rekstrarvanda heilbrigðisstofnunarinnar eru ítrekaðar.

Lesa meira

Nýstúdent opnar bílaþvottastöð í Fellabæ

KolbeinnHinn 18 ára gamli Kolbeinn Ísak Hilmarsson opnaði á dögunum bílaþvottastöðina Bílaþvottahúsið í Fellabæ. Kolbeinn er nýútskrifaður úr Menntaskólanum á Egilsstöðum, þar sem hann lauk námi á þremur árum.

Lesa meira

Norðfjörður og Eskifjörður í 4G samband

4g eskifjordurSíminn hefur bætt við þremur nýjum 4G sendum á Austurlandi sem dekka eiga Fellabæ, Norðfjörð og Eskifjörð. Slík þjónusta er nú í boði fyrir 84% landsmanna.

Lesa meira

Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs ræddi flugvallamál við þingnefnd

bjorn ingimarsson 0006 webBæjarstjóri Fljótsdalshéraðs kynnti sjónarmið meirihluta bæjarstjórnar sveitarfélagsins á fundi umhverfis- og samgöngunefndar um að skipulag alþjóðaflugvalla ætti heima hjá ríkinu. Eftir að frumvarp þess efnis var afgreitt úr nefndinni í morgun kölluðu nefndarmenn eftir því að sveitarfélagið kæmi til að útskýra sjónarmið sitt.

Lesa meira

„Hver röndóttur!" Laumufarþegi í innanlandsflugi

flug flugfelagislands egsflugvFarþegum með morgunvél Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum til Reykjavíkur á föstudagsmorgun brá nokkuð í brún þegar suðandi laumufarþegi birtist óvænt um borð í vélinni.

Lesa meira

Sigrún Blöndal: Ekki ætti að gefa afslátt af skipulagsvaldi sveitarfélaga

sigrun blondal x2014Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og formaður Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi, hefur áhyggjur af tilhneigingu stjórnvalda til að auka ráðherraræði og þrengja að að skipulagsvaldi sveitarfélaga. Þetta segir hún vegna frumvarps Höskulds Þórhallssonar, sem felur í sér að skipulag alþjóðaflugvallanna í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum heyri undir innanríkisráðherra.

Lesa meira

„Borgaryfirvöld hafa sýnt landsbyggðinni fingurinn“

gunnar jonsson x14 sigadGunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, segir framgöngu borgaryfirvalda í Reykjavík ástæðu þess að bæjarstjórn Fljótdalshéraðs styðji hugmyndir um að skipulag Reykjavíkurflugvallar og annarra alþjóðaflugvalla á Íslandi verði flutt til innanríkisráðherra. Hann segir borgaryfirvöld í Reykjavíkurborg ítrekað hafa „sýnt landsbyggðinni fingurinn“ með gjörðum sínum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar