Framkvæmdastjóri læknina hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands segir að stöðug umræða sé innan læknastéttarinnar um útgáfu veikindavottorða. Framkvæmdastjóri segir frjálslega útgáfu þeirra kosta atvinnurekendur háar fjárhæðir á hverju ári.
Sænski hönnuðurinn Daniel Byström segir að hönnun áfangastaða snúist ekki bara um upplifun ferðamanna heldur íbúanna líka. Austfirðingar hugsa hvernig þeir vilji miðla ímynd svæðisins.
að er ekki á hverjum degi að maður heyrir um dverglömb. En á dögunum barst Austurfrétt ábending um að eitt slíkt væri að finna á bænum Sléttu í Reyðarfirði. Blaðamaður var ekki lengi að setja sig í samband við bændur á staðnum til að fá að vita meira um lambið sem að öllu jöfnu er kallað Dvergurinn.
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð austur í Neskaupstað síðastliðna nótt eftir að skuttogarinn Bjartur NK120 kom með fékk tundurdufl í veiðarfæri sín og kom með til hafnar í Neskaupstað.
AFL Starfsgreinafélag hefur ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar hjá fyrirtækjum sem starfa sem undirverktakar hjá Alcoa Fjarðaáli við framleiðslu, viðhald og þjónustu. Verkfallsboðunin tekur til starfa verkamanna, iðnaðarmanna og verslunarmanna.
Heilbrigðisráðherra segir að endurskoða þurfi reglur um lífeyrisgreiðslur til þeirra sem komi inn í hjúkrunarrými þannig að á þær verði litið sem réttindi einstaklinga en ekki fjárveitingar til stofnana.
Meirihluti bæjarráðs Fjarðabyggðar furðar sig á samþykkt nýafstaðins landsfundar Samfylkingarinnar þar sem lagst er gegn vinnslu jarðefnaeldsneytis á Íslandsmiðum. Fulltrúi minnihlutans telur ekki rétt að álykta um einstakar ályktanir stjórnmálaflokka og segir vinnubrögð meirihlutans ómálefnaleg.
Fjölmenni var við vígslu nýs hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum á laugardag. Þar með er lokið langri baráttu Héraðsmanna fyrir nýju heimili sem bætir aðstöðuna til muna.
Auglýst hefur verið eftir umsóknum í nýjan Uppbyggingarsjóð Austurlands. Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni og önnur verkefni á Austurlandi.
Aðalsteinn Jónsson stendur í stórræðum um þessar mundir, en fyrir skemmstu hófst hann handa við framkvæmdir á Skjöldólfsstöðum þar sem hann hyggst stækka við gistiheimilið Á hreindýraslóðum og auka gistipláss.
Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákært fyrrum gjaldkera Sóma, starfsmannafélags Alcoa Fjarðaáls, fyrir fjárdrátt og umboðssvik upp á samtals tæpar átta milljónir króna. Áætlað er að rúmar sex milljónir hafi hann tekið til eigin nota.