31. október 2024
Gagnrýnir heimastjórnir að senda fulltrúa á þriggja tíma umhverfisþing í Reykjavík
Heimastjórnir Borgarfjarðar eystra, Djúpavogs og hugsanlega Seyðisfjarðar hyggjast senda sína erindreka á umhverfisþing sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið stendur fyrir í þrjár klukkustundir í Reykjavík í byrjun næsta mánaðar. Fulltrúi Miðflokksins í sveitarstjórn Múlaþings gerir athugasemdir við þær áætlanir enda sé umrætt þing sýnt í beinu streymi.