29. október 2024
Nemandi Nesskóla hélt ræðu á Menntaþingi 2024
Menntaþing 2024 fór fram í Reykjavík í lok september síðastliðinn en þar kynntu ýmsir aðilar sýn sína á hvernig bæta mætti menntun í landinu til frambúðar. Fyrstu ræðumenn þingsins voru tveir unglingspiltar en annar þeirra stundar nám við Nesskóla í Neskaupstað.