Fréttir
Sérstakt innflytjendaráð skal hafa áhrif á málefni innflytjenda á Austurlandi
Um skeið hefur Austurbrú leitað leiða til að auka áhrif innflytjenda á málefnum er þeim tengjast beint. Einn angi þess er stofnun sérstaks innflytjendaráðs og leitar stofnunin logandi ljósi að erlendum íbúum sem vilja efla raddir þess hóps í framtíðarstefnu austfirskra sveitarfélaga.