16. nóvember 2012
Áfangasigur: Engar uppsagnir í Sundabúð að sinni
Hætt hefur verið við breyta rekstrarformi legudeildarinnar að Sundabúð á Vopnafirði. Þar leit út fyrir að starfsfólki yrði sagt upp vegna breytinganna. Heimamenn fagna áfangasigri og vonast eftir að taka við rekstrinum um áramótin.
Þórunn Egilsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú og oddviti Vopnafjarðarhrepps óskar eftir stuðningi í 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingiskosningum.
Matvælastofnun hefur sent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu tillögu um að öllum gripum sem greinst hafi með smitandi barkabólgu verði slátrað. Ákvörðun um frekari niðurskurð verði síðan tekin á grundvelli rannsókna sem nú standa yfir.
Skólanefnd Fellaskóla átti í vandræðum með að fá menntamálaráðuneytið til að samþykkja heiti skólans þegar honum var komið á fót fyrir aldarfjórðungi. Haldið var upp á afmæli skólans og áttatíu ára Ungmennafélagsins Hugins Fellum um síðustu helgi.
Íbúar á Eskifirði þurfa að sjóða allt neysluvatn. Gerlamengun í vatninu reyndist yfir leyfilegum mörkum. Í tilkynningu á vef Fjarðabyggðar segir að verið sé að leita orsaka mengunarinnar og grípa til nauðsynlegra aðgerða. Nánari upplýsingar verði gefnar út þegar þær liggi fyrir.
Það var fjölmenni í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á sunnudagsmorgni fyrir skemmstu þegar svokölluð Poppmessa fór fram. Hún markaði endalok landsmóts æskulýðssambands Þjóðkirkjunar sem fór fram á Fljótsdalshéraði.
Forstjóri Landsnets segir það ekki rétt að tíðari sveiflur í raforkukerfinu og skemmdir af þeim völdum sé stórnotendum á borð við álverin að kenna. Dreifikerfið á landsbyggðinni sé úr sér gengið. Ekki hafi fengist leyfi til að bæta það hjá sveitarfélögum sem fara með skipulagsmál.