11. nóvember 2012
Kristján Möller með örugga kosningu í fyrsta sætið: Erna rétt hafði Jónínu
Kristján Möller leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum eftir yfirburða kosningu í forvali flokksins sem fram fór í gær. Erna Indriðadóttir tók annað sætið, 22 atkvæðum á undan þingmanninum Jónínu Rós Guðmundsdóttur.
Tveir sálfræðingar, sem könnuðu líðan starfsfólks heilsugæslunnar í Fjarðabyggð fyrir heilbrigðisráðuneytið árið 2009, lögðu til að Hannes Sigmarssyni, þáverandi yfirlækni, yrði sagt upp störfum. Ástæðan var framkoma hans gagnvart samstarfsfólki bæði áður en hann var sendur í leyfi vegna gruns um fjárdrátt og á meðan því stóð.
Heilbrigðisstofnun Austurlands, fyrir hönd framkvæmdastjórans Einars Rafns Haraldssonar, var í Héraðsdómi Austurlands í vikunni dæmd til að greiða Hannes Sigmarssyni, fyrrverandi yfirlækni heilsugæslunnar í Fjarðabyggð, 300.000 krónur í miskabætur fyrir meiðyrði. Einar Rafn var dæmdur fyrir ummæli í fréttum Ríkisútvarpsins og í tölvupósti til eins af stuðningsmönnum Hannesar.
Austurfrétt býður til kosningavöku í tilefni bandarísku forsetakosninganna í Sláturhúsinu á Egilsstöðum annað kvöld. Í Neskaupstað ætla áhugasamir að hittast í Verkmenntaskóla Austurlands.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarmálaráðherra, tilkynnti í morgun að hann vildi leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Hann hefur setið í efsta sæti VG og áður Alþýðubandalagsins í Norðaustur og Norðurlandskjördæmi eystra frá árinu 1983.
Óveðrið sem geisað hefur á Austurlandi undanfarna þrjá daga er gengið niður. Mokstur stendur yfir á öllum helstu leiðum.
Líneik Anna Sævarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Fáskrúðsfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.