Stór hluti Valþjófsstaðar í Fljótsdal dæmd þjóðlenda
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag úrskurð óbyggðanefndar að stór hluti kirkjujarðarinnar Valþjófsstaðar í Fljótsdal skuli vera þjóðlenda.
Síldarvinnslan vinnur loðnu á Norðfirði og Seyðisfirði
Loðnuvinnsla Síldarvinnslunnar er hafin á Norðfirði og Seyðisfirði, bæði í bræðslu og frystingu, stefnt er að því að frysta sem mest þar til hrognatími hefst.Loðnuvinnslur í startholunum
Fyrirtæki sem stunda vinnslu úr loðnuafurðum hér eystra eru nú sem óðast að búa sig undir loðnuvertíðina. Þó hafa einhver fyrirtæki þegar hafið vinnslu, til dæmis Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði og Síldarvinnslan á Norðfirði, mest þó frá norskum skipum sem eru fyrr á ferðinni vegna þess að þau mega ekki veiða sunnan 64. breiddargráðu.Nauðungarsölur á Reyðarfirði
Nauðungaruppboð voru auglýst í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag á 64 íbúðum, í stóru blokkunum fjórum við Melgerði á Reyðarfirði.
Sorp af Héraði urðað í Breiðdal
Ellefu í prófkjöri, sjö karlar - fjórar konur
Ellefu einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri framsóknarfólks á Fljótsdalshéraði, sem fram fer laugardaginn 6. mars næstkomandi. Alls fjórar konur gefa kost á sér, og sjö karlmenn. Í prófkjörinu gefur enginn af sitjandi bæjarfulltrúum flokksins, þau Björn Ármann Ólafsson, Anna Sigríður Karlsdóttir og Jónas Guðmundsson, kost á sér í efstu sæti.
Samfylkingin fundar á Eskifirði í kvöld
Samfylkingin stendur fyrir fundi á Eskifirði í kvöld. Framsögumenn eru þingmennirnir Sigmundur Ernir Rúnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir.