11. október 2012 Áhyggjur af vaxandi notkun ofvirknilyfja: Niðurgreiðslu ekki hætt Ekki stendur til að hætta niðurgreiðslu lyfja sem innihalda metýlfenidat til fullorðinna og eru notuð við athyglisbresti og ofvirkni. Eftirlit með ávísunum verður eflt. Notkun lyfjanna hérlendis er sú mesta sem gerist í heiminum.
Fréttir Egilsstaðabýlið: Slátra þarf öllum jákvæðum gripum Slátra þarf þeim nautgripum sem greinst hafa með mótefni gegn BHV-1 herpesveirunni á Egilsstaðabýlinu á Völlum. Þar hafa 33 af 69 kúm greinst með mótefnið. Yfirdýralæknir segir mikilvægt að geta sýnt fram á að Ísland sé laust við sjúkdóma á borð við þá sem veiran veldur, sérstaklega vegna samningaviðræðnanna við Evrópusambandið.