05. október 2012
Jónína Rós gefur kost á sér í annað sætið hjá Samfylkingunni
Jónína Rós Guðmundsdóttir, alþingismaður, býður sig fram í annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í prófkjöri flokksins í byrjun nóvember. Jónína settist á þing 2009 en hún var í þriðja sæti listans í þeim kosningum.
Reglubundnar mælingar við álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði sýna aukinn styrk flúors í grasi í firðinum. Gildin eru hærri en viðmiðunarmörk grasbíta. Ekki er talið að fólki stafi hætta af.
Foreldrar við Vopnafjarðarskóla hvetja yfirvöld menntamála til að beita sér fyrir að sett verði á stofn framhaldsskóladeild á Vopnafirði sem taki til starfa næsta haust.
ADHD samtökin hafa þrýst á heilbrigðisyfirvöld um að taka á málefnum fullorðinna sem greindir hafa verið með athyglisbrest. Þingmaður hefur óskað eftir fundi í velferðarnefnd um fyrirhugaðan niðurskurð á greiðslu ríkisins í lyfjum.
Sjálfbærni er nýjasta áskorunin í hönnun að mati Halldórs Gíslasonar, prófessors í hönnun við Listaháskólann í Osló. Við þurfum að breyta því hvernig við fáumst við heiminn. Í því skyni getur hönnun komið að góðum notum.
Menningarverkefni í Vesterålen þar sem ungt fólk sem menntað hefur sig í skapandi greinum er hvatt til að snúa heim aftur hefur stuðlað að því að unga fólkið snýr aftur á heimaslóðir. Reynt hefur verið að herma eftir verkefninu að hluta á Austurlandi.