11. október 2024
Geðræktarmálþing á Egilsstöðum vakti marga til umhugsunar
Gestir á öðru málþingi Tónleikafélags Austurlands um geðræktarmál í víðu samhengi sem fram fór í Valaskjálf á Egilsstöðum í gær urðu margs vísari um ýmsa þá anga sem geðheilbrigðismál teygja sig til. Skipuleggjandinn hæstánægður með flotta mætingu og ekki síður mörg flott erindi sem vöktu marga til umhugsunar.