Fréttir
Smávirkjun komin í gagnið í Loðmundarfirði
Heimatilbúin túrbína frá Sauðárkróki, notaðar ódýrar lagnir úr Öxarfirði og stór hópur sjálfboðaliða sem gáfu tíma og vinnu með hléum um hartnær þriggja ára skeið. Fyrir vikið verða mannvirki Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Klyppstöðum í Loðmundarfirði öll upphituð héðan í frá.