10. september 2024
Ný viðbygging Múlans í Neskaupstað tefst framyfir áramót
Vonir stóðu upphaflega til að byggingu nýrrar tveggja hæða viðbyggingar samvinnuhússins Múlans í Neskaupstað yrði lokið laust fyrir næstu áramót og vart seinna vænna því setið hefur verið um aðstöðu í húsinu frá því tilkynnt var um stækkunina. Verkið þó aðeins tafist og nú er miðað við verklok í febrúar.