22. september 2025
Vildi auka áhuga á sveitarstjórnarfundum Múlaþings en undirtektir litlar
Á köflum eru fundir sveitarstjórna meira eða minna hreinir afgreiðslufundir þar sem samþykktar eru, eða ekki, tillögur frá hinum og þessum nefndunum og oft án mikillar umræðu. Sveitarstjórnarfulltrúi Miðflokks í Múlaþingi lagði til fyrir skömmu að bæta við reglulega dagskrárliði í því skyni að vekja meiri áhuga almennings á ákvörðunum sveitarfélagsins. Honum varð ekki sú kápan úr því klæðinu.