29. ágúst 2024
Vel tekið í gjaldfrjálsa brotajárnshreinsun í sveitum Múlaþings
Þeir sem af vita hafa aldeilis tekið vel í það framtak Múlaþings í ágúst að bjóða fólki í dreifbýlinu gjaldfrjálst að fá til sín aðila til að losna við málm- eða brotajárnrusl af jörðum sínum. Árangurinn mun betri en á síðasta ári þegar sveitungum var aðeins boðið að koma brotajárnsrusli sínu sjálfir í gáma á tilteknum stöðum.