06. nóvember 2025
Byrjað strax á nýrri línu sem tryggir hringtengingu Vopnafjarðar og Þórshafnar
Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári við lagningu raflínu milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Báðir staðir fá þar með rafmagn úr tveimur áttum í stað einnar í dag. Tengingin verður styrkt síðar með öflugri línu sem lögð verður frá Vopnafirði til Kópaskers um Þórshöfn.