09. september 2025
Skoða fjögurra íbúða nýbyggingu fyrir eldri borgara á Vopnafirði
Líkt og víða annars staðar hefur sumt eldra fólk í sínu eigin húsnæði á Vopnafirði hug á að minnka við sig eftir því sem árin færast yfir. Vopnafjarðarhreppur skoðar nú fýsileika þess að byggja nýtt fjögurra íbúða húsnæði nálægt hjúkrunarheimilinu Sundabúð til að koma til móts við þá aðila.