28. október 2025 Síldarvinnslan tók stökk í gær eftir jákvæða afkomuviðvörun Gengi Síldarvinnslunnar í Kauphöllinni hækkaði um hátt í 4% eftir að fyrirtækið sendi frá sér viðvörun um að afkoma þess á síðasta ársfjórðungi yrði betri en búist var við.
28. október 2025 Atvinnuvegaráðherra ekki á því að fella innviðagjald skemmtiferðaskipa niður Hanna Katrín Friðriksdóttir, atvinnuvegaráðherra, telur ekki rétt að fella með öllu niður áformað innviðagjald á skemmtiferðaskip. Hins vegar verði að tryggja aukinn fyrirsjáanleika og það hafi ríkisstjórnin reynt með afslætti á næsta ári.
28. október 2025 Kristmundur Stefán skipaður lögreglustjóri Kristmundur Stefán Einarsson hefur verið skipaður lögreglustjóri á Austurlandi frá 1. nóvember næstkomandi. Kristmundur Stefán hefur starfað innan lögreglunnar víða um land í tæp 20 ár, lengst af á höfuðborgarsvæðinu.
Fréttir Minntist tengdamóður sinnar í ræðu um brjóstakrabbamein Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður frá Eskifirði, minntist tengdamóður sinnar í þingræðu í síðustu viku um leið og hún vakti athygli á mikilvægi þess að landsmenn nýti sér skimanir sem í boði eru fyrir krabbameinum.
Fréttir „Svikin loforð eru fylgifiskur sameininga“ Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahrepp, segir stór loforð ríkis við sameiningu sveitarfélaga hafa oftar en einu sinni verið svikin undanfarna áratugi. Hann lýsir því að sveitarfélög eigi ítrekað í átökum við ríkið þótt heita eigi að þau vinni hlið við hlið.
Fréttir Vilja færa tjaldsvæðið á Eskifirði aftur Fjarðabyggð hefur lagt fram tillögu um tilfærslu tjaldsvæðisins á Eskifirði. Núverandi tjaldsvæði er víkjandi í skipulagi en nýjasta tillagan gengur út á að sá reitur sem valinn var undir tjaldsvæðið í staðinn verði frekar nýttur undir íbúabyggð.