Orkumálinn 2024

Austfirðingar hlynntastir algjöru flugeldabanni

Austfirðingar eru þeir landsmenn sem helst eru fylgjandi algjöru banni flugelda. Flestir Austfirðingar vilja að aðeins sé leyf sala til þeirra sem standa fyrir flugeldasýningum.

Lesa meira

Von á hvössum suðvestanvindi í kvöld

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörum fyrir Austurland og Austfirði seinni partinn í dag og kvöld. Von er á hvössum suðvestanvindi sem trúlega hefur mest áhrif á norðanverðu svæðinu og Fljótsdalshéraði.

Lesa meira

Allir pakkar eiga að komast til skila fyrir jól

Miklar annir voru fyrri hluta vikunnar á austfirskum pósthúsum. Óveðrið í síðustu viku hafði mikil áhrif á póstdreifingu og nú vofir yfir ný lægð. Allir pakkar sem berast á pósthús í dag eiga þó að komast til skila fyrir jól.

Lesa meira

Andlát: Vilhjálmur Einarsson

Vilhjálmur Einarsson er látinn, 85 ára að aldri. Vilhjálmur ávann sér frægð með að verða fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum, er hann vann silfurverðlaun í þrístökki á leikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956. Hann varð síðar fyrsti skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum.

Lesa meira

Stillt upp hjá Miðflokknum í nýju sveitarfélagi

Miðflokkurinn hefur stofnað deild til að undirbúa framboð til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Lesa meira

Héraðsbúar hvattur til að safna fitu til að vernda lagnir og umhverfið

Hitaveita Egilsstaða og Fella (HEF) fagnaði 40 ára afmæli sínu um síðustu helgi með að gefa íbúum á Fljótsdalshéraði trektir til að auðvelda þeim að safna lífrænni fitu og olíum sem til fellur á heimilum. Markmið söfnunarinnar er að draga úr álagi á fráveitukerfi og hreinsivirki.

Lesa meira

Fjarðaál hrósar starfsmönnum Landsnets

Stjórnendur Alcoa Fjarðaáls hafa komið á framfæri þökkum til starfsmanna Landsnets fyrir mikla vinnu við að koma Fljótsdalslínu 4, sem flytur rafmagn úr Fljótsdalsstöð í álverið, í gagnið fyrir jól.

Lesa meira

Minnast þeirra sem fórust í snjóflóðunum 1974

Minningarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju í dag þar sem 45 ár eru liðin síðan tólf manns létust í snjóflóðum sem féllu á Neskaupstað. Sérstaklega verður minnst sóknarprestsins Páls Þórðarsonar sem tókst á hendur erfitt verk eftir flóðin.

Lesa meira

Mikilli snjókomu spáð um helgina

Útlit er fyrir mikla úrkomu á norðanverðum Austfjörðum frá því seint í kvöld og fram til sunnudags og tilheyrandi ófærð á fjallvegum. Starfsmenn Landsnets fylgjast með stöðunni en þeir hafa síðustu daga unnið að viðgerð á Fljótsdalslínu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.