Orkumálinn 2024

Íbúafundur og auka bæjarstjórnarfundur um Rafveitu Reyðarfjarðar eftir helgi

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að boða til íbúafundar til að kynna fyrirhugaða sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Bæjarfulltrúar segja Rafveituna verða orðna of litla til að standa sjálfstætt. Þeir vilja nýta söluhagnaðinn til að byggja upp íþróttamannvirki á Reyðarfirði.

Lesa meira

Ekki mikill snjór á fjallvegunum

Allar helstu leiðir á Austurlandi eru nú opnar eftir að hafa verið lokaðar vegna veðurs í gær. Almennt hefur gengið vel að ryðja vegina enda ekki mikill snjór á þeim.

Lesa meira

Rafmagn komið á allt Austurland

Dreifikerfi Landsnets virkar orðið eðlilega á öllu Austurlandi og er rafmagn ýmis komið á, eða ætti að komast á, innan tíðar alls staðar. Ekki hafa verið teljandi útköll vegna óveðursins á Austfjörðum í morgun.

Lesa meira

Talsverðar líkur taldar á rafmagnstruflunum

Talsverðar líkur eru taldar á rafmagnstruflunum á Austurlandi fram yfir hádegi í dag vegna ísingar sem sest á rafmagnslínur. Morguninn og nóttin hafa að mestu verið tíðindalítil hjá viðbragðsaðilum.

Lesa meira

Stóráfallalaust á Austurlandi í gær

Austurland virðist hafa sloppið vel út úr óveðri síðustu daga. Tjón varð þegar brimalda skall á gistiheimili á Borgarfirði en engin tíðindi eru af foktjóni. Raforkukerið virðist heilt þótt rafmagn hafi farið út í nær öllum fjórðungnum í á þriðja klukkutíma.

Lesa meira

Töluvert tjón á Blábjörgum á Borgarfirði eystra

Sjávarflóð olli töluverðu tjóni á húsnæði gistihússins Blábjarga á Borgarfirði eystra um hálf tvö leytið í dag. Þar flæddi inn í íbúð sem leigð er út til ferðafólks auk þess sem heitir pottar fóru á flakk. 

Lesa meira

Meta aðstæður á Hryggstekk

Vinnuflokkur frá Landsneti er á leið að tengivirki við bæinn Hryggstekk í Skriðdal. Varaafl er keyrt á nokkrum stöðum.

Lesa meira

Skólar opnir en lokaákvörðun foreldra

Kennt er í skólum í Fjarðabyggð, á Djúpavogi og Seyðisfirði í dag en foreldrum falið að meta hvort þeir sendi börn sín til skóla. Veður er að versna á Austurlandi þótt veðurspár séu skárri en þær voru í gærkvöldi. Vegagerðin hjálpaði einum vegfarenda á Fagradal í morgun en leiðin er meðal þeirra sem hefur verið lokað.

Lesa meira

Íbúar ætla að mótmæla sölu Rafveitu Reyðarfjarðar

Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar vill ekki staðfesta hvað sé á dagskrá fundar bæjarstjórnar í dag undir lið um Rafveitu Reyðarfjarðar. Íbúar óttast að verið sé að selja Rafveituna og hafa boðað komu sína á fundinn til að mótmæla því.

Lesa meira

Vegir áfram lokaðir

Útlit er fyrir að helstu leiðir út frá Austurlandi sem og fjallvegir í fjórðungnum verði lokaðir áfram fram til kvölds. Stöðugleiki er að komast á rafmagn í fjórðungnum. Vindmælir í Hamarsfirði virðist hafa gefið upp öndina í átökunum í morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.