Þarf að skoða verkferlana þegar þoturnar fara aftur af landi brott

Sérstakar aðstæður sköpuðust sem læra þarf af þegar tvær þotur frá ungverska flugfélaginu Wizz Air hleyptu út 200 farþegum á Egilsstaðaflugvelli nýverið. Vélarnar lentu þar vegna veðurs í Keflavík og leyfðu farþegum að fara á eigin ábyrgð. Framkvæmdastjóri Austurbrúar segir að almennt hafi gengið vel að taka á móti flugfélögum sem nýta Egilsstaði sem varaflugvöll.

Lesa meira

Hágæða troll framleidd á Eskifirði

Egersund Ísland á Eskifirði hefur mikla reynslu sviði sölu og gerð veiðarfæra og viðgerða á flottrollum og nótum. Á dögunum seldu þeir makríl- og síldartroll til Færeyja og er þetta í þriðja sinn ser það er gert.

Lesa meira

Dagskrá í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum

Geðhjálp Austurlandi í samvinnu við Ásheima, mann- og geðræktarmiðstöð, stendur fyrir dagskrá í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld í tilefni af alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum.

Lesa meira

Tóku málin í sínar hendur austur í rassgati

Pönk og rokktónleikahátíðin Orientu Im Culus eða Austur í Rassgati verður haldin í annað sinn í Egilsbúð þann 19. október 2019. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum og tónleikahaldarar lofa miklu stuði og pönki.

Lesa meira

Sóley og Ofurhetjan sigruðu Smásagnakeppni KÍ 2019

Nemendur í leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði tóku þátt og sigruðu í Smásagnakeppni Kennarasamband Íslands. Keppnin er haldin í 5 sinn og um 200 smásögur bárust í keppnina.

Lesa meira

Hækkandi fasteignamat eykur útgjöld íbúa

Fasteignamat í fjórum byggðarlögum á Austurlandi hækkar um 13-18% á milli ára. Hækkunin á tveggja ára tímabili nemur 20-30%. Í kjölfarið hækka fasteignagjöld. Nokkur umræða hefur verið í austfirskum sveitarstjórnum vegna hækkandi gjalda.

Lesa meira

Dæmd í fangelsi fyrir fíkniefnaakstur

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í síðustu viku konu á fertugsaldri í 30 daga fangelsi fyrir að hafa keyrt bíl undir áhrifum fíkniefna. Konan á að baki langan brotaferil.

Lesa meira

Sameiningar: Horfa verður eftir íbúðum fyrir eldri borgara í öllum byggðarlögum

Stjórnendur nýs sameinaðs sveitarfélags Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar þurfa fljótt að móta sér stefnu í þjónustu við aldraða íbúa, sem sífellt fjölgar í byggðarlögunum, verði sameining sveitarfélaganna samþykkt. Heimastjórnir, skólamál og félagsheimilið Fjarðarborg voru Borgfirðingum ofarlega í huga á íbúafundi um sameininguna á fimmtudagskvöld.

Lesa meira

Sameiningarmál: Skuldir tvöfaldast á hvern íbúa utan Héraðs

Skuldir aukast á hvern íbúa í Seyðisfjarðarkaupstað, Borgarfjarðarhreppi og Djúpavogshreppi verði af sameiningu þeirra við Fljótsdalshérað í lok mánaðarins. Á sama tíma á að aukast svigrúm til framkvæmda á stöðunum sem haldið hefur verið aftur af. Fjármál sameinaðs sveitarfélags, almenningssamgöngur og þjónusta við íbúa var meðal þess sem tekið var fyrir á íbúafundi um sameininguna á Djúpavogi í gærkvöldi.

Lesa meira

Ingibjörg í framboð til ritara VG

Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til ritara Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á landsfundi flokksins eftir rúma viku.

Lesa meira

Sameiningarmál: Liggur fyrir að fólk mun ekki missa vinnuna

Sameining Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps gengur ekki út á stórkostlega hagræðingu heldur betri nýtingu á fólki að sögn talsmanna samstarfsnefndar sveitarfélaganna. Hafnarmál, vald heimamanna og ýmsar framkvæmdir voru meðal þess sem rætt var um á íbúafundi á Seyðisfirði í aðdraganda sameiningarkosninga.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.