Orkumálinn 2024

Óheimilt að kveikja varðeld innanbæjar

Óheimilt er að kveikja opinn eld í þéttbýli, nema með sérstöku leyfi slökkviliðs. Eldurinn getur bæði angrað og ógnað nánasta umhverfi. Verksummerk má sjá eftir slíkan gjörning um helgina á Egilsstöðum.

Lesa meira

Stærsta skemmtiferðaskip ársins til Seyðisfjarðar á morgun

Preziosa, eitt stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Seyðisfjarðar og hið stærsta sem kemur þangað í ár, er væntanlegt til bæjarins í fyrramálið. Annað risaskip kemur svo á sunnudag. Um fimm þúsund farþegar þeirra munu setja mark sitt á Seyðisfjörð og fleiri staði eystra um helgina.

Lesa meira

Sara Elísabet skrifstofustjóri Vopnafjarðarhrepps

Sara Elísabet Svansdóttir hefur verið valin úr hópi sautján umsækjenda um skrifstofustjóra Vopnafjarðarhrepps. Um að að ræða starf sem skilgreint hefur verið upp á nýtt í kjölfar skipulagsbreytinga. Tæplega tuttugu einstaklingar sóttu um starfið.

Lesa meira

Uppbygging á Egilsstaðaflugvelli verði sett í forgang

Uppbygging á Egilsstaðaflugvelli sem varaflugvallar fyrir Keflavíkurflugvöll verður sett í forgang. Mikil þörf er að byggja upp velli sem geta verið opnir ef lokast fyrir umferð um Keflavíkurvöll.

Lesa meira

Vatnsleysi ekki vandamál í Vopnafirði

Vatnsleysi er ekki vandamál í laxveiðiám á Vopnafirði þar sem verið hefur ágætis veiði það sem af er sumri. Fiskurinn í ánni er á réttri leið eftir erfið ár.

Lesa meira

Axarvegur í samvinnu ríkis og einkaaðila?

Axarvegur er ein þeirra framkvæmda sem ráðist verður í á næstunni í samvinnu ríkis og einkaaðila verði frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að fela einkaaðilum fjármögnun vegaframkvæmda að lögum.

Lesa meira

Fjögurra vikna gæsluvarðhald staðfest

Landsréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er að hafa stungið annan mann með hnífi í heimahúsi í Neskaupstað í síðustu viku.

Lesa meira

Vök baths opnar í fyrramálið

Vök baths við Urriðavatn opnar fyrir almenningi á morgun. Baðstaðurinn hefur verið prufukeyrður í dag og segir framkvæmdastjórinn fyrstu gestina vera einstaklega ánægða með hvernig til hefur tekist.

Lesa meira

Telur litlar líkur á parvó-smiti

Daníel Haraldsson, dýralæknir á Egilsstöðum, hefur aflétt smitvörnum á dýralæknastofu sinni sem hann hefur viðhaft eftir að grunur kviknaði um að þangað hefði komið inn hundur smitaður af parvó-veiru.

Lesa meira

Tveir handteknir vegna árásar í Neskaupstað

Tveir einstaklingar voru í gær handteknir í Neskaupstað, grunaðir um aðild að árás í bænum þar sem farið var inn í hús og húsráðendum ógnað með eggvopni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.