Fjallahjólafólk fái leyfi hjá landeigendum

Nauðsynlegt er að fjallahjólafólk fái leyfi landeigenda til að hjóla um leiðir sem ætlaðar eru göngufólki, segir framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Eftir sé að taka umræðuna um svæði fyrir vaxandi áhuga á fjallahjólreiðum.

Lesa meira

Fyrstu tarfarnir felldir strax eftir miðnætti

Sex leiðsögumenn hafa tilkynnt sig til veiða á fyrsta degi hreindýraveiðitímabilsins sem hófst á miðnætti. Umsjónarmaður veiðanna segir alltaf spennu á fyrsta degi þótt færri séu líklega á ferðinni nú en oft áður.

Lesa meira

Safna upplýsingum um allar byggingar úr torfi sem enn standa

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hefur forustu um rannsókn sem hrundið hefur verið af stað um viðhorf almennings til torfhúsa. Samhliða rannsókninni er safnað upplýsingum um allar uppistandandi torfbyggingar og þá sem þekkingu hafa á handbragðinu. Stjórnandi rannsóknarinnar segir mikil menningarverðmæti felast í torfhúsnum.

Lesa meira

Nauðsynlegt að hjálpa gróðrinum að standast áfokið

Töluvert áfok hefur verið á gróður á austurströnd Hálslóns síðustu tvö sumur. Þær varnir sem komið hefur verið upp virka en meira þarf til. Nauðsynlegt er að styrkjar gróður á svæðinu til að standast áfok úr lónsstæðinu. Nóg af fokefnum eru á svæðinu þegar vatnsstaðan er lág í lóninu.

Lesa meira

Áfrýjar gæsluvarðhaldi til Landsréttar

Karlmaður, sem í gær var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af héraðsdómi Austurland hefur ákveðið að áfrýja úrskurðinum til Landsréttar. Hann er sakaður um tilraun til manndráps með að hafa stungið annan mann með hnífi.

Lesa meira

Meintur gerandi yfirheyrður síðar í dag

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú lífshættulega árás eftir að maður var stunginn með hnífi í heimahúsi í Neskaupstað um miðnætti. Einn er í haldi lögreglu vegna málsins.

Lesa meira

Ekki vaknað grunur um fleiri sýkta hunda

Dýralæknir á Egilsstöðum hefur beint þeim tilmælum til hundaeigenda að láta vita verði þeir varir við blóðug uppköst eða niðurgang frá dýrum sínum. Grunur vaknaði fyrir helgi um veirusmit en ekki hafa komið fram fleiri tilfelli.

Lesa meira

Reyna að hindra landbrot í Kringilsárrana

Landsvirkjun hefur gripið til aðgerða til að hindra landbrot Hálslóns í Kringilsárrana sem víða nær orðið inn fyrir mörk friðlandsins. Sérfræðingar hafa lýst áhyggjum af vaxandi landbroti.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.